Vefsíðugerð - kóngulóavefur
lína með hring
Vefsíðugerð - 3d blue icon
Vefsíðugerð - gular línur
Vefsíðugerð - hliðarpunktar

Hvernig er best að búa til valmynd í WordPress?

WordPress vefumhverfið býður upp á einfalda aðferð til þess að búa til valmyndir sem gera notendum auðveldara að vafra um vefsíðuna.

Þegar þú ert kominn inn á vefstjórnarsvæði síðunnar er hægt að finna „Útlit“ (Appearance) vinstra megin og síðan „Valmyndir“ (Menus).

Uppfæra valmynd - menu í wordpress

Til þess að búa svo til valmyndina ritar maður nafn valmyndarinnar (t.d. aðalvalmynd) og velur hvort valmyndin sé aðal- eða aukavalmynd (primary eða secondary menu). Aðalvalmynd er sú valmynd sem birtist yfirleitt efst á hverri síðu, í síðuhausnum.

Einnig er hægt að velja hvort síðum sé sjálkrafa bætt við valmyndina þegar þær eru búnar til.

Því næst er ýtt á „Búa til valmynd“-hnappinn (Add menu).

Gefa aðalvalmynd nafn

Vinstra megin í glugganum sem þá opnast má velja síðurnar og færslurnar sem eiga að fara í valmyndina.

Ef ekki er búið að búa til síður eða færslur má nálgast leiðbeiningar hér á vefsíðugerð.com, hér um síður og hér um færslur.

Ef síðurnar og færslurnar eru tilbúnar má einfaldlega velja þær með því að haka við þær og ýta á „Bæta við valmynd“-hnappinn (Add to menu). Ef þær birtast ekki strax er hægt að velja „Skoða allt“ fyrir neðan „Síður“ (eða fyrir neðan „Færslur“ ef þú ert að leita að færslum).

Bæta við síðum í valmynd | WordPress vefsíðugerð

Síðurnar eða færslurnar birtast þá hægra megin í glugganum. Til þess að færa síðu til í röðinni má smella á þá síðu og halda músarhnappnum niðri á meðan maður færir síðuna á sinn stað.

Einnig er hægt að gera síðu að undiratriði í valmyndinni með því að færa hana á sama hátt örlítið til hægri. Undiratriðið birtist þá þegar bendillinn er færður yfir yfirsíðuna (sem dropdown menu). 

Drög að valmynd

Þegar röðin er tilbúin ýtir maður á „Vista valmynd“ (Save menu) neðst til hægri. Valmyndin birtist þá sjálfkrafa efst á öllum síðum og færslum.

Vista valmynd

Við mælum eindregið með að vista sem oftast.

Valmyndir með flokkum (Categories)

Ef vefsíðan hefur margar færslur eða vörur sem er skipt í flokka getur verið sniðugt að nota þessa flokka í valmyndinni. Þá er hægt að finna vörurnar eða færslurnar með því að velja fyrst flokkinn sem þær tilheyra.

Ef þú vilt flokka færslur eða vörur en hefur ekki gert það enn má nálgast leiðbeiningar hér á vefsíðugerð.com. Þær eru einnig aðgengilegar hér til hægri.

Vöru- eða færsluflokkum er bætt við valmyndina á sama hátt og síðum eða færslum. Þegar þú ert kominn inn í valmyndina velur þú „Flokka“ (Categories) í glugganum vinstra megin, hakar við þá flokka sem þú vilt í valmyndina og velur svo „Vista valmynd“.

Valmynd7

Færslum eða vörum sem tilheyra þessum flokkum er svo bætt við valmyndina á sama hátt, með því að velja „Færslur“ (Posts) eða „Vörur“ (Products) rétt fyrir ofan „Flokka“.

Þeim er síðan raðað undir flokkana þar sem þær birtast hægra megin á síðunni á sama hátt og síðum er raðað. Til þess að setja tiltekna vöru eða færslu í flokkinn sinn er hún dreginn undir flokkinn og síðan örlítið til hægri á sama tíma og músartakkanum er haldið niðri.

Valmynd7

Svo er bara að vista með því að vela „Vista valmynd“ (Save menu) neðst til hægri.

Vista valmynd

Við minnum aftur á að best er að vista sem oftast.

Deildu þessu:

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email
Vefsíðugerð - þjónustuicon

Upplýsingar um vefsíðugerð

Starfsstöðvar á Íslandi og Svíþjóð

Opið frá 09:00 – 16:00 alla virka daga

Fylgdu okkur

Vefsíðugerð - Vefhönnun - Wordpress - WooCommerce

Panta þjónustu

Við svörum öllum beiðnum innan 24 tíma