Afsláttarkóðar eru ótrúlega þægilegt tól í allskonar sölu- og markaðssetningu. Lausnin sem er innbyggð í WooCommerce vefverslunarkerfið er mjög einföld og þægileg en fyrir þá sem vilja lausn með fleirri afsláttarmöguleikum ættu að heyra í okkur því að við erum þá með réttu lausnina fyrir þig.
Til þess að stofna afsláttarkóða að þá er farið inn í WordPress kerfið og hægra megin þá er Marketing og svo er valið Coupons
Þar næst er valið Add Coupon
Í reitnum Coupon Code þarf að gera titil/kóða en það er heitið sem notandinn notar þegar hann verslar svo á síðunni hjá þér (þú getur einnig látið kerfið búa til kóða fyrir þig með því að ýta á generate coupon code). Svo koma almennar stillingar
1) Það eru þrjár tegundir af afsláttarkóðum sem þú getur valið um
– Percentage Discount – Prósentuafsláttur
– Fixed Cart Discount – Fastur afsláttur í krónum
– Fixed product discount – Afsláttur per vöru
2) Í Coupon amount er sett inn sú tala sem við á eftir því hvaða afsláttartegund er valin
3) Ef afsláttur á að virka með free shipping að þá tickað í þetta box
4) Ef afsláttur rennur út á vissum degi að þá er það stillt þarna
Undir Usage Restriction að þá er hægt að stilla ýmsar takmarkanir á afsláttarkóðanum
1) Hérna geturðu sett inn t.d. lágmarkskaup svo að afsláttarkóðinn virki og/eða líka hámarkskaup
2) Þú tikkar í boxið Individual use only ef þú vilt að afsláttarkóðinn sem þú ert að stofna virki ekki með öðrum afsláttarkóðum (þannig að þú kemur í veg fyrir það að aðilinn sé með 2 afsláttarkóða og sé að nota þá báða í einu)
3) Þú tikkar í boxið Exclude sale item ef þú vilt að afsláttarkóðinn virki ekki á þær vörur sem eru nú þegar á tilboði hjá þér (vörur sem eru með með venjulegt verð og tilboðsverð)
4) Hérna koma allskonar stillingar t.d. hvort þú viljir að afsláttarkóðinn virki bara á vissar vörur, vissa vöruflokka og/eða virki ekki á “þennan” vöruflokk osfrv.
Síðasti stillingardálkurinn er Coupon Data
1) Usage Limit per coupon hér geturðu stillt hversu oft sé hægt að nota þennan afsláttarkóða, þannig ef þú ert t.d. að búa til afsláttarkóða fyrir eina persónu að þá seturðu 1 í usage limit en ef þú ert að t.d. að bjóða öllum að nota þennan afsláttarkóða að þá gerir þú ekkert hérna
2) Limig Usage to x items hérna geturðu stillt ef afsláttarkóðinn eigi bara að virka á t.d. max 3 vörur í körfunni (fáir sem nota þennan fídus)
3) Usage limit per user þetta er hentugt ef að afsláttarkóðinn sem þú stofnaðir er almennur (opinn öllum og jafnvel auglýstur) að þá geturðu takmarkað notkun niður á notanda.
Svo er bara að muna að stofna/vista afsláttarkóðann með því að ýta á PUBLISH