

Leysa vandamál




Leysa vandamál í WordPress

Eins fjölbreytt og flott kerfi og WordPress er að þá geta oft viðbætur skapað árekstra (conflict) á vefsíðunni þinni sem orsakar það að hún kannski birtist ekki rétt, opnast ekki og svo framvegis. Við hjá Vefsíðugerð erum alveg þaulvanir að leysa vandamál og koma með með varanlegar lausnir að þeim vandamálum.
Vandamálin geta líka stafað af nýrri uppfærslu, illa uppsettri wordpress síðu eða viðbót sem er ekki lengur studd af framleiðanda og telst því ekki örugg lengur.
Sama hvaða vandamál þú gætir verið í með vefsíðuna þína að þá er mjög líklegt að við höfum lausnina fyrir þig.

