Til þess að stofna sendingarmöguleika í WooCommerce að þá er farið inn í WooCommerce í vinstri menu og þar undir birtist Stillingar (settings)
Þegar þar er komið inn er valið Bætt við sendingarsvæði þar opnast svo gluggi þar sem nafn svæðis er skilgreint (t.d. Ísland) og landsvæði skilgreint og svo eru sendingarmátar skilgreindir með því að velja Bæta við sendingarmáta
Hérna koma þá upp nokkrir valmöguleikar :
Fast gjald
Enginn Sendingarkostnaður
Sótt í Verslun
Hægt er að bæta við eins mörgum sendingarmátum og þú þarft og svo er hægt að fara inn og nafnabreyta þeim t.d.
1. Fast Gjald ef það er valið þá geturðu notað það fyrir alla þá möguleika sem þú vilt og í þessu sýnidæmi setjum við upp valmöguleikann: Heimkeyrsla frá 16:00 – 19:00 og setjum verðið 1800 krónur á það.
2. Enginn Sendingarkostnaður þessi valmöguleiki er notaður ef þú vilt bjóða upp á fría sendingu ef viðskiptavinur verslar fyrir meira en X. Í þessu sýnidæmi þá veljum við að þessi valmöguleiki virkjast ef Lágmarksupphæð pöntunnar fer yfir 15.000
3. Sótt í verslun hérna inni geturðu sett inn upplýsingar um hvar sé hægt að sækja í titlinum, ef það er frítt að sækja þá er sett 0 í kostnað.
Ef þú vilt svo slökkva tímabundið eða alveg á sendingarmöguleika þá er það hægt hérna í yfirlitinu með því að afvirkja möguleikann og svo bara muna að vista.