Vefsíðugerð - kóngulóavefur
lína með hring
Vefsíðugerð - 3d blue icon
Vefsíðugerð - gular línur
Vefsíðugerð - hliðarpunktar

Hvernig á að þýða plugin í WordPress yfir á Íslensku ?

Ef þú vilt sleppa við að nota viðbót á vefsíðuna þína til að þýða viðbætur að þá er hægt að þýða svokölluð .po eða .pot skjöl
1) Sækja .þtta forrit hérna POEDIT sem er tilvalið til að þýða .po / .pot skjöl

2) Næst er að opna skjalið sem þarf að þýða með forritinu en gott er að hafa í huga að í skjalinu eru öll orð sem viðbótin hefur þannig best er að fókusera bara á þau orð / setningar sem eru í notkun á vefsíðunni þinni.
2.1) þegar þú opnar nýtt .po / .pot skjal þá spyr kerfið hvort þú vilt stofna nýja þýðingu og þú samþykkir það og velur Íslensku (svo lengi sem það sé tungumálið sem þú vilt fá inn)

3) Fljótlegasta leiðin er að nota leitina í forritinu eða nota flýtihnappa á lyklaborðinu (CMD+F á Mac eða CTRL+F á Windows) en ef þú skoðar myndina hérna þá birtist það sem þú leitar að undir “source text” og svo geturðu sett þína þýðingu inn undir “translation”

3.1: gott er að nota options í leitinni svo að hægt sé að finna sum orð hraðari
3.2: Í sumum orðum / setningum muntu sjá t.d. % merki eða  {{site_title}}] + önnur icon sem eru þarna til að kalla á hluti beint úr WordPress, t.d. eitt af því væri order id (númer á pöntun) og þarf þá að kópera þá enska textann yfir í translate fieldið og svo þýða hann til að halda “virkninni”

Þýða WordPress á Íslensku með Poedit

4) Þegar þýðingu er lokið þá þarf að vista þetta og láta kerfið búa til bæði .po og .mo skrár sem eru svo notaðar til að setja á bakvið síðuna þína og þá er best að velja “save as” en núna þarftu að gefa skránni rétt nafn:

sem dæmi þá er orginal Woocommerce þýðingarskráin svona
woocommerce.pot en til þess að búa til þýðingu yfir á Íslensku þá þarf að vista þá skrá svona woocommerce-is_IS.po eða í raun nafnið á skránni sem er xxxxxxx að bæta þá við -is_IS.po, þannig að skráin endi með nafn eins og þetta xxxxxxx-is_IS.po

Vista þýðingu og búa til þýðingarskrá fyrir WordPress

5) Þegar þetta er búið þarf að setja bæði .po og .mo skrárnar inn á bakvið vefsíðuna og ef þú ert í þjónustu hjá Vefsíðugerð að þá geturðu sent skrárnar á okkur og við græjum það fyrir þig.

Deildu þessu:

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email
Vefsíðugerð - þjónustuicon

Upplýsingar um vefsíðugerð

Starfsstöðvar á Íslandi og Svíþjóð

Opið frá 09:00 – 16:00 alla virka daga

Fylgdu okkur

Vefsíðugerð - Vefhönnun - Wordpress - WooCommerce

Panta þjónustu

Við svörum öllum beiðnum innan 24 tíma