Það eru þó nokkrar leiðir til þess að deila með okkur myndum og skjölum án þess að senda tölvupóst (tölvupóstkerfi hafa líka oftast takmörk á því hversu stórt emailið getur verið) og því eru hérna léttar leiðbeiningar á það hvernig þú getur deilt eða sent á okkur heilu möppurnar eða stórar myndir/skjöl.
1) Google Drive (drive.google.com) er mjög vinsælt þar sem þeir sem nota gmail eða gsuite fá aðgang að slíku strax.
Hérna eru 2 leiðir til að koma gögnum til okkar og fyrsta er að deila möppunni með okkur en þá skráir þú þig inn á drive.google.com, velur t.d. folderinn sem þú vilt deila með okkur, hægri klikkar á hann og velur Share til að deila honum með okkur (setur þá emailið okkar þar inn info@vefsidugerd.com)
Hin leiðin væri að gera það sama nema velja þá Get Link en þá opnast gluggi og neðst vinstra megin er hnappur sem heitir ” Copy Link ” og ef þú ýtir á hann að þá geturðu sent okkur hann (ATH að þú gætir þurft að breyta General Access stillingunum frá Restricted í Anyone with the Link svo að viðkomandi gæti opnað)
2) Dropbox.com er líka mjög algengur staður til að geyma gögn í skýinu. Ef þú ert með það að þá geturðu deilt gögnum með okkur á eftirfarandi máta
Það sem við notum mest er að búa til link svo viðkomandi geti sótt skrárnar einfaldlega og það er gert með því að vera inn í dropbox.com eða dropbox appinu sem er líka til og hægt að setja upp í tölvum. Finna folderinn/skránna sem þú vilt deila, hægri klikka á og velja þá “send a copy” en þá býr dropbox til tengil sem þú getur þá sent á viðkomandi
Hin leiðin væri að deila skránni / möppuni með notanda og það er gert alveg eins og að ofan nema þú velur þá í staðinn ” share ” og setur þá inn netfangið okkar t.d. info@vefsidugerd.com
3) Annar mjög algengur valkostur er að nota vefsíðuna wetransfer.com en þar geturðu hlaðið inn skjölum, sett inn hvaða netfang á að fá þau skjöl og þau búa til link/tengil sem sendist svo á viðkomandi og hann getur sótt skjölin innan viss tímaramma.