Vefsíðugerð - kóngulóavefur
lína með hring
Vefsíðugerð - 3d blue icon
Vefsíðugerð - gular línur
Vefsíðugerð - hliðarpunktar

Að stofna vörur og vöruflokka í WooCommerce

Stofna vöruflokka

Áður en vörur eru búnar til er gott að stofna vöruflokka. Þá er farið í „Vörur“ og svo „Vöruflokka“.

Í grunninn er bara sett nafn og svo vistað.

Ef vöruflokkur á að vera undirflokkur er yfirflokkur valinn í reitnum „Yfirflokkur“. Síðan er sett nafn á flokkin og að lokum er vistað.

Stofna vörur

1. Gott tips ef þið eruð með fullt af vörumyndum er að setja þær strax inn. Það er gert inn í „Media“ eða „Skrár“. Þar er valið „Add“ eða „Bæta við“ og þar er hægt annað hvort að draga myndir beint inn í gluggann eða ýta á hnappinn „Velja skrár“ og velja svo myndirnar í tölvunni.

Vöruflokkar2

2. Nú er komið að því að stofna vörur. Það er gert undir flipanum „Vörur“ með því að velja „Bæta nýjum“.

Vöruflokkar3

3. Hérna er vöru gefið nafn og settur inn texti í stóra gluggann.

Textinn í þessum glugga kemur yfirleitt fyrir neðan vöruna.

Vöruflokkar4.png

Reiturinn hér fyrir neðan (stutt vörulýsing) er notaður fyrir punkta eða litla samantekt um vöruna. Textinn birtist hægra megin við vöruna nálægt valmöguleikanum „Setja í körfu“.

Vöruflokkar5

4. Fyrir neðan eru vöruupplýsingar. Þar er hægt að setja inn verð. Ef þið viljið setja vöru á tilboðsverð notið þið útsöluverð.

Vöruflokkar7

4.1. Til þess að halda utan um birgðir er ýtt á „Birgðir“ hér fyrir ofan. Þar er hægt að setja vörunúmer í SKU-dálkinn, tikka svo í „Virkja birgðahald“ og setja inn magn.

4.2. Athugið að til þess að setja inn tilbrigði (t.d. stærðir og liti) er best að fylgja leiðbeiningum á þessari síðu.

5. Til hægri er hægt að vista og birta vöruna með því að velja „Vista“ eða „Save“ og „Birta“ eða „Publish“.

Svo er hægt að bæta vörunni inn í vöruflokk eða bæta nýjum vöruflokki við fyrir neðan með því að velja „Add new category“.

Vörulfokkar11.png

5.1. Að velja myndir er gert í tveimur skrefum. Fyrst þarf að skilgreina aðalmynd. Svo er farið inn í myndasafn vöru til þess að bæta við fleiri myndum fyrir vöruna. 

Vöruflokkar12.png

MUNIÐ SVO AÐ VISTA!

Deildu þessu:

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email
Vefsíðugerð - þjónustuicon

Upplýsingar um vefsíðugerð

Starfsstöðvar á Íslandi og Svíþjóð

Opið frá 09:00 – 16:00 alla virka daga

Fylgdu okkur

Vefsíðugerð - Vefhönnun - Wordpress - WooCommerce

Panta þjónustu

Við svörum öllum beiðnum innan 24 tíma