Vefsíðugerð - kóngulóavefur
lína með hring
Vefsíðugerð - 3d blue icon
Vefsíðugerð - gular línur
Vefsíðugerð - hliðarpunktar

Að bæta eiginleikum við vörur í WooCommerce

Að skilgreina eiginleika á vörum í WooCommerce er góð leið til þess að bæta við upplýsingum um vörurnar sem hægt er að nota til þess að flokka þær. Gestir vefverslunarinnar geta þá valið að skoða aðeins vörur af tiltekinni gerð, t.d. af tiltekinni stærð eða í tilteknum lit.

Til þess að bæta eiginleikum við vörur í WooCommerce er gott að fylgja eftirfarandi skrefum:

1. Velja „Vöru með tilbrigðum“.

Vara með tilbrigðum woocommerce

2. Velja „Eigindi“ vinstra megin og smella á „Bæta“. Þá kemur upp gluggi eins og hér að neðan:

Eiginleikar2.png

Þar geturðu sett inn nafn ásamt eiginleikunum sem þú þarft, t.d. svona:

2.5 mm | 3.00 mm | 4.5. mm, o.s.frv.

Ef eiginleikarnir eru litir eru þeir settir inn svona:

Svartur | Rauður, o.s.frv.

Stofna lit sem eiginleika

Passaðu svo að það sé tikkað í bæði boxin áður en ýtt er á „Vista eigindi“.

ATH. Ef þú þarft að setja inn fleiri eiginleika, t.d. stærð og liti, þá bætirðu bara við öðrum svona reit og endurtekur skref eitt og tvö.

3. Næst ferðu í „Tilbrigði“.

Bæta við afbrigði af eiginleika

Þar eru tvær leiðir færar:

1. Ýta á „Leita“ þegar það er hakað við „Bæta við tilbrigði“. Þá verður til lína. Til þess að búa til fleiri línur þarf bara að ýta á „Leita“ aftur.

2. Haka við „Create variations from all attributes“. Þá býr kerfið til allar útfærslur (að hámarki 50 stk.) af þeim eiginleikum sem eru á vörunni.

Í sýnidæminu hér að neðan fer ég leið 1 vegna þess að ég þarf bara að bæta við tveimur stærðum. Til þess að bæta þeim við ýti ég tvisvar á leita og fæ upp gluggan hér fyrir neðan:  

Bæta við tilbrigðinu stærð

Þú setur sem sagt einn eiginleika í hverja línu:

Bæta við eiginleika woocommerce netverslun

Svo ýtirðu á píluna hægra megin. Þá opnast gluggi eins og hér fyrir neðan. Þar seturðu inn verð fyrir hvern eiginleika. Einnig er hægt að notast við Stock Manager til þess að stjórna verðinu.

setja verð á eiginleika woocommerce netverslun

Svo er bara að vista og uppfæra vöruna og þá eru eiginleikarnir tilbúnir.

Ef leið tvö er valin, sem er betra ef eiginleikarnir eru margir, er hægt að fylgja eftirfarandi skrefum:

1. Í „Tilbrigðum“ (vinstra megin hér fyrir neðan) velja „Create variations from all attributes“. Þá býr kerfið til útfærslur úr því sem þú valdir. (Ath. ef um margar stærðir og liti er að ræða gæti verið betra að velja það sem þú vilt notast við hverju sinni.)

Setja Vefsíðugerð sem tæknilegan tengilið hjá ISNIC

2. Ýta svo á „Opna“. Þá koma öll tilbrigðin í ljós og hægt er setja birgðir á hvert og eitt ásamt verði.

Vöruflokkar10.png

Ef þú þarft að vinna með sömu tilbrigðin aftur og aftur (alltaf sömu liti eða sömu stærðir) er líka hægt að gera það í bakendanum.

Þá er farið inn í „Vörur“ og síðan „Eigindi“. Síðan er nýjum eigindum bætt við vinstra megin.

Bæta við nýjum eiginleika

Til þess að stofna tilbrigðin eða eigindin ýtirðu svo á „Configure terms“ hægra megin hér fyrir neðan. Svo er bara að vista.

Stofna eiginleika WooCommerce

Deildu þessu:

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email
Vefsíðugerð - þjónustuicon

Upplýsingar um vefsíðugerð

Starfsstöðvar á Íslandi og Svíþjóð

Opið frá 09:00 – 16:00 alla virka daga

Fylgdu okkur

Vefsíðugerð - Vefhönnun - Wordpress - WooCommerce

Panta þjónustu

Við svörum öllum beiðnum innan 24 tíma