Vefsíðugerð - kóngulóavefur
lína með hring
Vefsíðugerð - 3d blue icon
Vefsíðugerð - gular línur
Vefsíðugerð - hliðarpunktar

Að stofna færslu í WordPress

Færslur (posts) í WordPress henta vel fyrir allt sem þú vilt birta á síðunni frá degi til dags og hefur stuttan líftíma, eins og fréttir, tilkynningar og blogg. Færslukerfið á WordPress er sett upp fyrir þannig efni. Nýjustu færslurnar birtast þess vegna efst. Einnig er hægt að láta gesti síðunnar vita þegar ný færsla birtist og bjóða þeim að deila henni á samfélagsmiðlunum. Undirliggjandi hugmyndin er að nýjasta efnið á síðunni þurfi á mestri athygli að halda.

Einnig henta færslur vel þegar þarf að gera margar síður sem tilheyra allar ákveðnum flokki, svo sem vörur í vefverslun eða uppskriftir.

Hins vegar er betra að nota síður (pages) fyrir það sem tilheyrir föstum strúktúr vefsíðunnar, svo sem fyrir forsíðuna eða „Hafa samband“-síðuna. Hér á vefsidugerd.com má einnig bráðum nálgast leiðbeiningar um síðugerð.

Að stofna færslu

Í grunninn er afskaplega einfalt að stofna færslu í WordPress. Þegar þú ert búinn að skrá þig inn á vefstjórnarsvæðið finnurðu „Færslur“ (Posts) í valmöguleikanum vinstra megin á stjórnborðinu og velur síðan undirmöguleikann „Bæta við“ (Add new).

Bæta við bloggpósti WordPress | Vefsíðugerð.com

Síðan er hægt að velja nafn á færsluna með því að slá það inn í glugganum sem opnast, þar sem stendur „Add title“ og setja efnið inn þar sem stendur „Type / to choose a block“. Viljirðu setja inn eitthvað annað en texta er annaðhvort hægt að ýta á „/“ á lyklaborðinu eða smella á plúshnappinn hægra megin við textann. Þá koma upp nokkrir möguleikar, svo sem fyrirsögn, myndir og myndagallerí.

Á vefsidugerd.com eru einnig væntanlegar leiðbeiningar um það hvernig á að bæta við myndum í færslu.

Efst hægra megin á síðunni er svo hægt að vista og birta síðuna með því að velja „Save draft“ og „Publish“. Við mælum sterklega með að vista sem oftast.

Birta færslu

Að stofna færslu í Classic Editor

Vera má að vefstjórinn þinn hafi sett síðuna þína upp með Classic Editor,  sem er umhverfið fyrir síðu- og færslugerð sem var í WordPress til ársins 2018 þegar nýja umhverfið kom. Það lítur út nokkurn veginn eins og hér að neðan:
Bæta við nýrri færslu WordPress vefsíðugerð
Til samanburðar lítur nýja umhverfið nokkurn veginn svona út:
setja titill á færslu eða síðu

Að stofna færsluna er þó nákvæmlega eins hvort sem stuðst er við nýja umhverfið eða það klassíska. Það þarf einingis að fylgja leiðbeiningunum undir fyrirsögninni „Að stofna færslu“ hér fyrir ofan.

Eins og í nýja umhverfinu setur maður nafn færslunnar í boxið efst. Síðan kemur efni færslunnar í boxið þar fyrir neðan. Efst til hægri í því boxi er hægt að velja á milli fyrirsagna af ólíkum stærðum og efnisgreinar (sjá myndina hér fyrir neðan). Hægra megin við þann glugga er hægt að feitletra, skáletra, hægrijafna, setja inn tengil og fleira þess háttar.

Fyrir ofan textaboxið vinstra megin er svo hægt að bæta við myndum með því að velja „Bæta við skrá“ eða „Add Media“. Þar er hægt að velja myndir úr safni eða hlaða þeim inn.

Bæta við efni á síðu
Efst hægra megin á síðunni er svo hægt að vista og birta síðuna með því að velja „Vista drög“ og „Birta á vef“. Við mælum sterklega með að vista sem oftast.
Vista drög eða birta á vefsíðu

Deildu þessu:

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email
Vefsíðugerð - þjónustuicon

Upplýsingar um vefsíðugerð

Starfsstöðvar á Íslandi og Svíþjóð

Opið frá 09:00 – 16:00 alla virka daga

Fylgdu okkur

Vefsíðugerð - Vefhönnun - Wordpress - WooCommerce

Panta þjónustu

Við svörum öllum beiðnum innan 24 tíma