Zoho býður upp á tölvupóstþjónustu fyrir fyrtæki af öllum stærðum. Meðal helstu kosta við Zoho eru örugg tölvupóstsamskipti, einfalt notendaviðmót, fjölmörg tól sem gera vinnu og samskipti einfaldari auk þess sem Zoho er með öllu laust við auglýsingar.
Ef þú hefur sett upp Zoho-tölvupóstföng hjá Vefsíðugerð.com geturðu fræðst hér að neðan um það hvernig þú getur notað það í tölvu og á snjallsíma. Ef þú hefur ekki enn sett upp tölvupóstfang geturðu haft samband við okkur.
Í grófum dráttum eru þrjár leiðir til þess að nota tölvupóstinn sinn í Zoho.
1. Það er hægt að opna hann í vafra með því að fylgja þessum tengli. Zoho virkar vel í Chrome, Firefox, Safari og Internet Explorer. Hægt er að skrá sig inn með því að slá lykilorðið í textaboxið eða með því að tengja reikninginn við aðra reikninga sem þú átt hjá Google, Microsoft, Apple og fleiri aðilum. Til þess ýtirðu á merki viðkomandi aðila neðarlega á síðunni. Hins vegar er betra að nota leiðir 2 eða 3 til þess að nota Zoho-tölvupóstinn í gegnum snjallsíma.
2. Hægt er að ná sér í tölvupóst-öppin frá Zoho og skrá sig inn í gegnum þau. Zoho býður upp á öpp fyrir tölvur og snjallsíma.
2.1 Ef þú notar Zoho appið í farsíma þá þarftu bara að setja inn user og pass. Ef þú vilt setja þetta upp í öðru farsímaforriti þá þarftu að gera þetta:
– velja exchange í byrjun
– setja inn user og pass
– sem incoming server setja: msync.zoho.eu
3. Hægt er að tengja Zoho-reikninginn þinn við tölvupóstforrit eins og Outlook, Thunderbird eða Apple Mail. Einnig er hægt að tengja reikninginn við samsvarandi forrit í snjallsímum. Til þess að tengja reikninginn við þessi forrit og fleiri má fylgja eftirfarandi skrefum:
3a. Athuga hvort „IMAP“-möguleiknn sé virkur á reikningnum þínum. Það gerir maður með því að fara inn í „Settings“ hægra megin ofarlega, finna síðan „Mail“ í valmyndinni ofarlega til vinstri og „Mail Accounts“ í valmyndinni sem þá opnast. Velja síðan „IMAP“ í valmyndinni ofarlega fyrir miðju og haka við„ „IMAP Access“ ef það er ekki hakað við þar nú þegar. Rétt fyrir neðan, undir „Folder settings“, er einnig hægt að stilla hvaða möppur þú vilt geta opnað í gegnum forritið sem þú ætlar að nota.

3b. Því næst geturðu farið inn í forritið sem þú vilt nota fyrir tölvupóstinn. Yfirleitt er hægt að finna „Add account“ möguleika undir „Accounts“ sem er stundum undir „Settings“.
3c. Því næst þarftu að gefa upp lykilorðið þitt og þar á eftir upplýsingar um póstþjóninn sem tekur við tölvupóstinum og um þann sem sendir hann út.
Í skrefi 3c getur þú þurft að fylla út eftirfarandi upplýsingar:
Fyrir móttöku (Incoming Server Settings):
Incoming Server Name: imappro.zoho.eu
Port: 993
Require SSL: Yes.
Username: notendanafn@len.is
Fyrir sendingar (Outgoing Server Settings):
Outgoing Server Name: smtppro.zoho.eu
Port: 465 með SSL
eða Port: 587 with TLS
Require Authentication: Yes
3d. Þegar þetta er búið ættirðu að vera tilbúinn til þess að nota nýja tölvupóstfangið þitt. Ef hins vegar leiðbeiningarnar hér að ofan eru ekki nógu nákvæmar er hægt að skoða leiðbeiningar frá Zoho á ensku og nokkrum fleiri tungumálum. Þar er hægt að finna sérstakar leiðbeiningar fyrir Outlook, Thunderbird, Apple Mail, iPhone, iPad, Windows 7, Android og fyrir aðra snjallsíma.