Vefsíðugerð - kóngulóavefur
lína með hring
Vefsíðugerð - 3d blue icon
Vefsíðugerð - gular línur
Vefsíðugerð - hliðarpunktar

Hvað er innifalið í sérhannaðri vefsíðu frá Vefsíðugerð

Þó svo að flestar vefsíður & netverslanir séu mismunandi í útliti eða virkni að þá byggja þær flestar upp á sama grunni. Meðfylgjandi upplýsingar ættu að gefa góða mynd af því hvernig hönnunarferlið hjá Vefsíðugerð er þegar við setjum upp sérhannaða vefsíðu eða netverslun.

Taka skal fram að þetta á ekki alltaf við þar sem kröfur viðskiptavina eru mismunandi en þetta er svona almennt hvernig grunnuppsetning er á sérhannaðri heimasíðu.

Vefhönnunarferlið er þannig að eftir að tilboð hefur verið samþykkt að þá er hafist handa við að hanna forsíðuna í takt við þær óskir og væntingar sem fram hafa komið. Þegar við erum komnir með fyrstu drög að forsíðunni að þá sendum við hana til verkkaupa til samþykktar.
> Hér hefur verkkaupi tækifæri til að koma með athugasemdir á þau drög hvort sem það eru breytingar á uppsetningunni, litabreytingar og hvort þetta hitti almennt í mark eður ei.
> Næsta skref hjá okkur er þá að uppfæra vefsíðuhönnunina samkvæmt þeim athugasemdum og í framhaldi af því senda þá næstu drög.

Þegar að forsíða hefur svo verið samþykkt að þá hefjumst við handa við að hanna allar aðrar undirsíður / vörur í takt við þá hönnum sem hefur verið samþykkt. Þegar þær eru samþykktar og frágengnar að þá er vefsíðan almennt kláruð og afhent tilbúin af okkar hendi.

Hafa ber í huga að verkkaupi hefur fulla stjórn á innsetningu á efni, myndum, vörum osfrv (og hefur í raun sömu admin réttindi og við hjá Vefsíðugerð höfum). Við erum einnig með góðan grunn af allskonar leiðbeiningum sem tengjast WordPress, WooCommerce, Elementor Pro hérna.

1. Sérhönnuð vefsíða í WordPress frá Vefsíðugerð.com

Þegar óskað er eftir tilboði í almenna vefsíðu sem vill koma á framfæri upplýsingum og eða þjónustu að þá eru þessar vefsíður oftast nær í slíkum tilboðum

 • Sérhönnuð forsíða
 • Sérhönnuð undirsíða (t.d. um okkur)
 • Sérhönnuð hafa samband síða (contact form)
 • Sérhönnuð síða fyrir fréttir / blogg
 • Innsetning á google analytics / FB pixel sé þess óskað
 • Uppsetning á léni, tölvupósti

Vefsíðugerð skilar verkinu þannig frá sér að

 •  Forsíða er full uppsett með efni frá verkkaupa
 • Undirsíða er uppsett með texta/efni frá verkkaupa
 • Hafa samband form er tengt og uppsett
 • Ein frétt (eða blogg/grein) er uppsett með efni frá verkkaupa

Þar sem 99% af okkar viðskiptavinum kjósa að láta okkur þjónusta og hýsa vefsíðuna sína að þá setjum við okkar tól/viðbætur sem auka öryggi vefsíðunnar, tökum 30 daga dagleg afrit, setjum síðuna upp í vöktun og pössum upp á að vefsíðan sé uppfærð að minnsta kosti einu sinni í viku. Hægt er að lesa nánar um vefhýsinguna og þjónustuna okkar hér

 

2. Sérhönnuð netverslun (vefverslun) með WooCommerce frá Vefsíðugerð.com

Þegar óskað er eftir tilboði í sérhannaða netverslun að þá eru kröfurnar oft mjög mismunandi en þegar talað er um vefverslun þar sem verkkaupi vill geta stofnað vörur og selt á netinu að þá er þetta oft grunnurinn í þeirri vinnu

 • Sérhönnuð forsíða
 • Sérhönnuð vöruflokkasíða
 • Sérhönnuð vörusíða
 • Sérhönnuð undirsíða (t.d. um okkur)
 • Sérhönnuð hafa samband síða (contact form)
 • Sérhönnuð síða fyrir fréttir / blogg
 • Uppsetning á greiðslulausnum (Rapyd, Teya, Netgíró,Pei, AUR osfrv)
 • Uppsetning á sendingarmöguleikum (Dropp og Pósturinn)
 • Innsetning á google analytics / FB pixel sé þess óskað
 • Uppsetning á léni, tölvupósti
 • Uppsetning á checkouti

Vefsíðugerð skilar verkinu þannig frá sér að

 •  Forsíða er full uppsett með efni /vörum /vöruflokkum frá verkkaupa
 • Vöruflokkasíða uppsett með vöruflokkum
 • Útlit á vöru tilbúið með þeim vörum hafa verið stofnaðar
 • Undirsíða er uppsett með texta/efni frá verkkaupa
 • Hafa samband form er tengt og uppsett
 • Ein frétt (eða blogg/grein) er uppsett með efni frá verkkaupa

Svo eru margir netverslunar eigendur sem vilja hafa vissa virkni á sinni síðu sem var þá tekið tillit til í tilboðinu en gott er að hafa í huga að með uppsetningu í WordPress / WooCommerce að þá er alltaf hægt að bæta við basic lausnum eftir á líka. Meðal þess sem er vinsælt að bæta við í netverslunum eru t.d.

 • Advanced afsláttarkerfi (þar sem er hægt að búa til fjöldann allan af afsláttum)
 • Biðlisti (waiting list) til að geta látið viðskiptavini vita þegar að vara kemur aftur á lager
 • Óskalisti (wishlist) þar sem notendur geta merkt vörur á sinn óskalista

Þar sem 99% af okkar viðskiptavinum kjósa að láta okkur þjónusta og hýsa vefsíðuna sína að þá setjum við okkar tól/viðbætur sem auka öryggi vefsíðunnar, tökum 30 daga dagleg afrit, setjum síðuna upp í vöktun og pössum upp á að vefsíðan sé uppfærð að minnsta kosti einu sinni í viku. Hægt er að lesa nánar um vefhýsinguna og þjónustuna okkar hér

Deildu þessu:

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email
Vefsíðugerð - þjónustuicon

Upplýsingar um vefsíðugerð

Starfsstöðvar á Íslandi og Svíþjóð

Opið frá 09:00 – 16:00 alla virka daga

Fylgdu okkur

Vefsíðugerð - Vefhönnun - Wordpress - WooCommerce

Panta þjónustu

Við svörum öllum beiðnum innan 24 tíma