Vefsíðugerð - kóngulóavefur
lína með hring
Vefsíðugerð - 3d blue icon
Vefsíðugerð - gular línur
Vefsíðugerð - hliðarpunktar

Af hverju að velja vefumsjónarkerfið WordPress?

WordPress Vefumsjónarkerfið kom í umheiminn 27. Maí 2003 og er i dag langstærsta vefumsjónarkerfið (CMS) í heiminum í dag með yfir 74 milljón vefsíðna sem nota það.

WordPress byrjaði sem öflugt bloggkerfi en hefur síðan þá þróast í að vera öflugasta vefumsjónarkerfið í dag þökk sé allskyn viðbótum (fríum og greiddum) sem hægt er að bæta við kerfið á einfaldan máta.

Í þessum pósti skulum við aðeins renna yfir kostina að notast við WordPress í Vefsíðugerð:

  1. WordPress er ókeypis vefumsjónarkerfi


    WordPress er í grunninn ókeypis kerfi og það geta allir sem vilja notað það og sett upp einfalda vefsíðu. Þar sem WordPress kerfið býður upp á rosalega mikið af möguleikum að þá eins og með flest allt að þá er viss lærdómskúrva á kerfið (ef þú ætlar að gera allt sjálfur) og vegna stærðar að þá er til fullt af vídeóum og skriflegum leiðbeiningum á flest sem viðkemur WordPress.

    Það er svo einnig stórt “support” samfélag þar sem hægt er að varpa spurningum og fá svör frá öðrum sem nota kerfið einnig.

  2. Open Source


    WordPress er “Open Source” kerfi sem þýðir að það geta allir átt við kóðann á síðunni sinnig og skrifað viðbótarlausnir beint við kerfið.

  3. WordPress hentar öllum, litlum sem stórum


    WordPress er ekki bara vinsælasta vefumsjónarkerfið heldur kemst ekkert annað kerfi nálægt því en samkvæmt W3Techs er WordPress notað af 59,5% vefsíðna sem styðjast við CMS kerfi (vefumsjónarkerfi). Næsta vefumsjónarkerfið á eftir því er Joomla en það er með 5.9%.

    Meðal stórfyrirtækja sem nota WordPress eru Mashable, Naza, Coca Cola, Wall Street Journal, CNN, Mozilla, Disney, Playstation, Techcrunch ofl.

  4. Plugin fyrir allt og ekkert


    WordPress er líklega með eitt stærsta markaðssvæðið fyrir allskonar viðbætur sem hægt er að sækja með eða án kostnaðar. Það er fátt sem er ekki til nú þegar á markaðsstorgi WordPress.

  5. Leitarvélavænt Vefumsjónarkerfi


    WordPress vefsíður eiga það til að skora hátt á leitarvélum og það er oft vegna þess að kerfið er uppfært mjög oft og það inniheldur fjöldann allan af tólum til að hjálpa þér að skila efni á vefsíðu “réttara” á internetið.

  6. Öryggið á oddin og tíðar uppfærslur


    WordPress var hannað með öryggi í huga og það er talið vera mjög öruggt umhverfi til þess að keyra vefsíður. Sökum stærðar að þá er það eins og með allt í heiminum áhugavert kerfi fyrir aðila til að reyna brjótast inn í og það gerist alveg. Það eru samt til fullt af tólum til þess að koma í veg fyrir það og fylgjast með tilraunum til innbrots.

    Það má einnig taka það fram að það eru tíðar öryggisuppfærslur á vefumsjónarkerfinu og viðbótum sem yfirleitt er hægt að græja með einu músarklikki.

  7. Auðvelt að meðhöndla mismunandi “media” efni


    WP kerfið takmarkast ekki við að skrifa texta og slíkt en það kemur innbyggt “media” kerfi þar sem hægt er að hlaða inn myndum, vídeó og hljóðfælum. WordPress styður einnig við að hægt sé að setja inn efni frá öðrum veitum (“embedded”) eins og t.d. Að setja inn youtube myndbönd beint í textabox eða með vöru. Þetta er mjög þægilegur fídus að hafa.

  8. Góð stjórn og yfirsýn á notendum


    Mjög auðvelt er að bæta við notendum á WordPress kerfið en það sem er kannski ennþá betra við notendakerfið er að þú getur skilgreint hverskonar aðgang hver notandi hefur og þannig stýrt því hvað aðilar geta yfirhöfuð gert (þar sem kerfið er opið og auðvelt í notkun að þá getur aðili sem þekkir ekki inn á kerfið alveg eytt einhverju sem hann átti ekki að eyða)

Niðurstaða

WordPress hefur alla þá kosti sem að vefumsjónarkerfi þarf að hafa þannig ef þú ert að skoða að setja upp nýja vefsíðu eða uppfæra eldri að þá ættirðu að skoða hvað WordPress vefumsjónakerfið getur gert fyrir þig.

 

Hafðu endilega samband við ef þig vantar aðstoð við Vefsíðugerð.

Deildu þessu:

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email
Vefsíðugerð - þjónustuicon

Upplýsingar um vefsíðugerð

Starfsstöðvar á Íslandi og Svíþjóð

Opið frá 09:00 – 16:00 alla virka daga

Fylgdu okkur

Vefsíðugerð - Vefhönnun - Wordpress - WooCommerce

Panta þjónustu

Við svörum öllum beiðnum innan 24 tíma