Vefsíðugerð - kóngulóavefur
lína með hring
Vefsíðugerð - 3d blue icon
Vefsíðugerð - gular línur
Vefsíðugerð - hliðarpunktar

10 atriði sem segja þér að vefsíðan þín þurfi uppfærslu!

Hérna er 10 atriða listi sem kannski segja þér að mögulega sé kominn tími á að uppfæra vefsíðuna/netverslunina þína eða jafnvel bara gera alveg nýja frá grunni og ef svo er þá gæti WordPress kerfið hentar þér vel með þeim sveigjanleika sem það býður upp á.

1. Fjöldi heimsókna á vefsíðuna fer fækkandi

Ef að fjöldi heimsókna á heimasíðuna þína fer fækkandi og/eða er nánast ekkert til að tala um að þá þarf að skoða hvort að einhverjir af þeim atriðum sem eru talinn upp hér að neðan séu kannski orsökin af því. Ef þú aftur á móti veist ekki hvort að þú sért að fá heimsóknir yfir höfuð að þá er kannski best að þú hættir bara að lesa og sendir línu á okkur núna strax 🙂

2. Vefsíðan virkar illa eða virkar bara alls ekki á snjalltækjum

Samkvæmt tölfræðinni fyrir árið 2018 að þá voru 52,2% af notendum sem skoðuðu vefsíður í snjalltækjum (sjá heimild). Þannig ef þín vefsíða uppfyllir ekki kröfur nútímans að þá ertu bara að missa af lestinni ef svo má segja.

3. Ert hætt/ur að benda viðskiptavinum á að heimsækja vefsíðuna þína

Ef að þú ert hættur að benda viðskiptavinum þínum á vefsíðuna þína þá er mjög líklegt að vefsíðan/vefverslunin sé fyrirtækinu ekki lengur til sóma. Útlitið er mögulega orðið úrelt, efnið á síðunni mjög gamalt og/eða bara rangar upplýsingar um fyrirtækið / vörur / þjónustu.

4. Vefsíðan / netverslunin er hæg

Ef að vefsíðan þín er mjög lengi að hlaðast inn að þá eru það merki um að öll umgjörðin í kringum vefsíðuna/vefverslunina hafi ekki fylgt þeirri þróun sem hefur átt sér stað í uppsetningu á vefsíðum. Það getur einnig verið að hýsingaraðilinni þinn sé einfaldlega ekki að standa sig en samkvæmt okkar reynslu ef að vefsíða er lengi að hlaðast inn að þá er mjög líklegt að notandinn nenni ekki að bíða og fari annað að leita eftir upplýsingum / vörum / þjónustu

5. Vefsíðan / vefverslunin er ekki örugg

Öryggi er mjög mikilvægt atriði í nútíma samfélagi og það getur oft gleymst að skoða þessa hluti á t.d. vefsíðum sem “eru bara þarna” og ef þú ert að selja eitthvað eða geyma einhver gögn þá ættirðu að setja öryggismál í algjöran forgang. Það kostar ekki mikla vinnu að hafa þessa grunnhluti í lagi.

6. Þú getur ekki uppfært vefsíðuna auðveldlega

Þú átt ekki að þurfa að vera einhver tölvusnillingur til að geta uppfært efni eða bætt við vörum á vefsíðunni / netversluninni þinni. Gömul vefumsjónarkerfi eiga það til að hætta að virka, vera óörugg og geta þannig haldið vefsíðunni þinni í gíslingu. Nútíma vefumsjónarkerfi eins og WordPress eru hönnuð með það fyrir augum að notandi geti loggað sig inn og breytt eða bætt við efni síðunnar.

7. Fyrirtækið eða þjónustan / vörur finnst ekki á leitarvélum

Ef þjónustan þín eða upplýsingar um þig finnast ekki auðveldlega á leitarvélum að þá ertu einfaldlega í vondum málum og þá má einnig velta fyrir sér hvert hlutverk vefsíðunnar sé innan þíns fyrirtækis. Ef þig vantar aðstoð við leitarvélabestun að þá mælum við með þessum.

8. Vefsíðan / netverslunin er ekki notendavæn

Þolinmæði notenda í dag fer minnkandi og er mun minni en áður fyrr og því er mikilvægt að vefsíðan / netverslunin þín sé notendavæn. Slíkt er hægt að gera með að einfalda allar aðgerðir (t.d. hafa kaupferli á netinu mjög einfalt og þægilegt), hafa upplýsingar sem skipta máli aðgengilegar og að auðvelt sé að finna efni / vörur á síðunni.

8. Villur á vefsíðu og/eða brotnir tenglar

Vefsíður sem eru með villur á sér og/eða brotnar síður (404 síður) fæla frá sér viðskiptavini og einnig leitarvélar á borð við google og bing.

9. Vöntun á tengingum við samfélagsmiðla

Eins og flestir ættu að vera meðvitaðir um í dag að þá spila samfélagsmiðlar stórt hlutverk í okkar daglega lífi. Ef að vefsíðan / netverslunin þín er ekki með tengingar við samfélagsmiðla að þá ertu einfaldlega að missa af lestinni. Hérna er bæði mikilvægt að tengja samfélagsmiðla fyrirtækisins við vefsíðuna og að notendur geti deilt efni / vörum / þjónustu á þeim samfélagsmiðlum sem þeir nota.

10. Samkeppnisaðilar með nýrri og notendavænni vefsíðu / vefverslun

Flest allir eiga einhverja samkeppnisaðila og ef að samkeppnisaðilinn (eða samkeppnisaðilarnir) eru með nýrri og betri vefsíðu en þú að þá er mjög líklegt að þeir séu að skora betur á leitarvélum, séu með fleirri heimsóknir, með fleirri “leads” og sölur frá heimasíðunni en þú.

Að vera með góða og öfluga vefsíðu er einfaldlega mjög mikilvægt ef þú ætlar að vera samkeppnishæfur. Það gleymist oft að vefsíða er andlit fyrirtækisins út á við.

Ef þú tengir við eitthvað í þessari samantekt

Ef þú sérð eitthvað í þessari samantekt sem fær til að vilja að skoða og fara yfir núverandi vefsíðu/netverslun að þá máttu vita það að setja upp nýja vefsíðu / netverslun þarf ekki að vera flókið, tímafrekt né kostnaðarsamt. Hafðu bara samband við okkur og við gerum þér fast og sanngjarnt verðtilboð.

Deildu þessu:

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email
Vefsíðugerð - þjónustuicon

Upplýsingar um vefsíðugerð

Starfsstöðvar á Íslandi og Svíþjóð

Opið frá 09:00 – 16:00 alla virka daga

Fylgdu okkur

Vefsíðugerð - Vefhönnun - Wordpress - WooCommerce

Panta þjónustu

Við svörum öllum beiðnum innan 24 tíma